Myndir af vettvangi í Gufunesi - teknar af Sigurði Levy

12. janúar 2026

Einn þeirra sem náði myndum af stórbrunanum í Gufunesi var Sigurður E. Levy. Hann tók nokkrar myndir ofan af hæðinni efst í Leirhömrum en fór síðan nær vettvangi, en lögreglan stöðvaði eðlilega alla umferð að hinni logandi skemmu.


Við birtum hér nokkrar myndir sem Sigurður tók og sendi Grafarvogi.net.  - JGH 

Eldurinn er í skemmu Reykjavíkurborgar gegnt gömlu Áburðarverksmiðjunni en þar er núna þekkt kvikmyndaver, Reykjavik Studios, í eigu Baltasar Kormáks.

Þykkur mökkurinn sást víða á höfuðborgarsvæðinu.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Reykjavík á staðanum og lögreglan stöðvaði eðlilega alla umferð að hinni logandi skemmu.