Svakaleg hálka - aldrei of varlega farið
14. desember 2025
Það hefur verið flughált í Grafarvogi núna síðdegis og þá er auðvelt að misreikna aðstæður. Ekið hafði verið á þessi umferðarljós á hinum umferðarþungu gatnamótum Gullinbrúar og Hallsvegar eftir hádegi í dag þegar Grafarvogur.net átti þar leið um.
Það er aldrei of varlega farið í umferðinni - og hvað þá í mikilli hálku. - JGH

Mikil hálka á götum í Grafarvogi síðdegis og óhöppin gera sjaldan boð á undan sér.

Snjómugga eftir hádegi og það varð flughált á skömmum tíma.


