Tveir Grafarvogsbúar með skemmtilegt tónlistarmynd sem hægt er að hlusta á hér á vefnum. Söngkona Berglind Magnúsdóttir
Grafarvogsbúarnir Björgvin Þór Valdimarsson og Roar Aagestad koma að nýju og skemmtilegu tónlistarmyndbandi sem heitir Jólagjöfin í ár. Lag og texti er eftir Björgvin Þór en Roar gerði myndbandið. Flytjendur eru Berglind Magnúsdóttir söngkona ásamt félögum úr Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss og Lúðrasveit Þorlákshafnar.
Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi en þar er afskaplega jólalegt um að litast og þar má finna fallegar gjafavöruverslanir - og verður bara að segjast eins og að það var vel til fundið að velja þann stað þótt Grafarvogurinn okkar sé auðvitað þar sem hjartað slær.
HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF
Texti lagsins fjallar um jólagjafakaup okkar Íslendinga og leitinni að hinni fullkomnu jólagjöf. Því fylgir að fólk fer mikið á netið og fylgist með auglýsingum því alltaf er eitthvað nýtt að koma á markaðinn og þó að við eigum nánast allt þá þurfum við alltaf að bæta einhverju nýju við. Allt þetta skapar eftirvæntingu og gleði og spennan eykst með hverjum deginum.
Þetta er skemmtilegt lag eftir Björgvin og hægt að hlusta á það hér.
Þeir sem vilja nálgast það á Spotify þá er það hér.
Til hamingju með nýja jólalagið, félagar Björgvin Þór og Roar. - JGH

Þegar myndbandið var unnið varð niðurstaðan að taka það upp í nýja miðbænum á Selfossi þótt hjörtu okkar Grafarvogsbúa slái auðvitað við voginn fallega.

Söngkonan Berglind Magnúsdóttir flytur lagið ásamt tveimur karlakórum og lúðrasveit - og gerir þetta listavel.

