Hetjur kvöldsins - spurning hvort þeim takist að tengja fyrir miðnætti?
29. ágúst 2025
Framkvæmdir við lögnina sem bilaði sl. nótt voru á fullu þegar Grafarvogur.net leit á svæðið á áttunda tímanum í kvöld. Verið var að skipta um heitavatnsrör.
Þetta er kvöld suðumanna og annarra hetja.
Að sögn starfsmanna á staðnum voru allar líkur á að þetta hefðist fyrir miðnætti en Veitur gáfu út fréttatilkynningu skömmu fyrir kvöldmat að ólíklegt væri að hægt yrði að hleypa vatni á Grafarvoginn fyrr en nálægt miðnætti í kvöld.
Í rauninni er um tvær bilanir að ræða og virðist einfaldlega að tími sé kominn á rörin og skipta þurfi um ný. Vantar viðhald. Viðgerð var lokið við aðra bilunina.
Ausandi rigning - veðrið mætti vera betra fyrir svona viðgerð, sögðu suðumenn.
Það verður víða farið í sturtu á morgun í Grafarvoginum. - JGH

Suðumenn frá fyrirtækinu Stál og suðu hafa verið á fullum dampi í allan dag. Harðjaxlar.

Hér er ekki slegið slöku við. Stefnt að því að klára verkið fyrir miðnætti.

Þetta er erfitt - alvarleg bilun. Rörin sem gáfu sig virðast einfaldlega komin á tíma. Spurning vaknar um viðhaldsleysi hjá Veitum.

Skammt á milli þessara tveggja bilana. Viðgerð á austari biluninni var lokið fyrr í dag.