Stórskemmtileg auglýsing Karlakórs Grafarvogs

16. september 2025

Hún er stórskemmtileg heilsíðuauglýsing KarlakórS Grafarvogs í Morgunblaðinu í morgun undir fyrirsögninni Söngmenn óskast.

 

Karlmenn, strákar, herramenn, gumar, gæjar, séntilmenn, peyjar, piltar og sérstaklega söngmenn óskast, segir í auglýsingunni.


Grípandi auglýsing og eflaust margir sem stilla núna raddböndin og kanna stöðu þeirra. Kórinn hefur oftar en ekki sungið við hin ýmsu tækifæri í Grafarvogskirkju á undanförnum árum.


Nú er lag fyrir þá sem hafa gaman af því að syngja.

Í auglýsingunni segir að þeir sem sækja um þurfi aðeins að uppfylla eitt skilyrði; að hafa gaman af því að syngja. Ægingar eru á mánudagskvöldum í Grafarvogskirkju kl. 19:30.


Nú er lag fyrir þá sem hafa áhuga og eflaust ýmsir nýliðar í kórnum sem eiga eftir að bresta í söng á næstunni. - JGH