Stórkostlegir jólatónleikar Raddbandafélags Reykjavíkur - fengu gríska gyðju; Nínu Basdras, í lið með sér í nokkrum lögum

4. desember 2025

Það er alltaf eitthvað sterkt og kröfugt við góða karlakóra. Raddbandafélag Reykjavíkur er einn af mörgum mjög svo öflugum kórum landsins og hann blómstraði enn einu sinni á árlegum jólatónleikum sem voru haldnir sl. þriðjudagskvöld í Áskirkju. Grafarvogsbúar eiga að minnsta kosti einn fulltrúa í hópnum; Jónas Örn Helgason, en hann er sonur Helga Árnasonar, fyrrum skólastjóra í Rimaskóla og Aðalbjargar Jónasdóttur. 


Kórinn hefur tekið þátt í kórakeppnum erlendis með góðum árangri og unnið til verðlauna.


Á jólatónleikunum að þessu sinni fengu hinir líflegu og litríku kórfélagar góðan liðsauka en það var gríska söngkonan Nína Basdras en hún er grísk lýrísk sópransöngkona.


Stjórnandi kórsins er Egill Gunnarsson.


Grafarvogur.net var á jólatónleikunum í Áskirkju og naut hverrar mínútu. Stemningin var einstök. Raddir jóla - sem var yfirskrift tónleikanna - hljómuðu í allri sinni dýrð. 


Þess má geta að þeir kórfélagar voru myndaðir fyrir utan gamla hegningarhúsið við Skólavörðustíg við gerð söngskrárinnar sem dreift var á tónleikunum og að sjálfsögðu var Nína Basdras með þeim. - JGH

Kórfélagar í Raddbandafélagi Reykjavíkur voru myndaðir fyrir utan gamla hegningarhúsið við Skólavörðustíg við gerð söngskrárinnar sem dreift var á tónleikunum og að sjálfsögðu var gríska gyðjan Nína Basdras með þeim.

Húmor í þessu og vel fagnað í lokin.