Hókus Pókus í Bónus í Spönginni; heill rekki farinn og meira rými - hvað varð um vörurnar?

Brauðið blasir enn við fyrst í flæði - hægra megin - þegar komið er inn í versluna en einn rekki farinn og allt annað að athafna sig.

Lengri rekkar og gangurinn farinn sem lá þvert á þá. Hann tók greinilega meira pláss en maður hélt og á honum voru oft ansi mikil þrengsli. Breyting til bóta.

Það var ljóst í gær að eitthvað bjó að baki tómum hillum annað en vöruskortur. Jú, það var verið að fækka um einn rekka í búðinni og lengja hina til að koma vörunum fyrir.

Gangurinn þvert á rekkana þegar inn í búðina var komið hefur augljóslega tekið meira rými en maður gerði sér grein fyrir. Nú er hann horfinn og búið að lengja og strekkja á hinum til að koma vörunum fyrir.


