Hókus Pókus í Bónus í Spönginni; heill rekki farinn og meira rými - hvað varð um vörurnar?

4. desember 2025
Það eru svolitlir töfrar í Bónus í Spönginni og ekki allt sem sýnist - heill rekki gufaður upp þegar inn í verslunina er komið og allt annað að ganga inn í hana - stóraukið rými við megin innganginn. Hókus pókus - hvað varð um eiginlega um vörurnar?

Þetta eru fínar breytingar og svarið við spurningunni er að búið er að taka gangana sem lágu þvert á rekkana í burtu og núna eru rekkarnir því mun lengri en áður án þess að það komi niður á rýminu við kælana.

Framkvæmdirnar hófust í gær - og þá héldu ýmsir að vöruskortur væri yfirvofandi því við blöstu tómar hillur; og það á aðventunni. En svo var ekki, það var verið að taka rekkana í burtu. Ný ásjóna búðarinnar blasti svo við viðskiptavinum í morgun.

Brauðið blasir enn við fyrst í flæði - hægra megin - þegar komið er inn í versluna en einn rekki farinn og allt annað að athafna sig.

Lengri rekkar og gangurinn farinn sem lá þvert á þá. Hann tók greinilega meira pláss en maður hélt og á honum voru oft ansi mikil þrengsli. Breyting til bóta.

Það var ljóst í gær að eitthvað bjó að baki tómum hillum annað en vöruskortur. Jú, það var verið að fækka um einn rekka í búðinni og lengja hina til að koma vörunum fyrir.

Gangurinn þvert á rekkana þegar inn í búðina var komið hefur augljóslega tekið meira rými en maður gerði sér grein fyrir. Nú er hann horfinn og búið að lengja og strekkja á hinum til að koma vörunum fyrir.