Stórbruninn í Gufunesi - hafa náð tökum á eldinum sem breiðist ekki út

12. janúar 2026

Brynjar Friðriksson, sviðsstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Morgunblaðið á mbl.is að búið sé að ná tökum á eldinum sem logar í skemmu í Gufunesi og engin hætta stafi af því að eldurinn breiðist út.


„Eftir að við settum vatn á eldinn hefur þetta gengið vel. Við erum búin að fella mesta eldinn. Við eigum hellings vinnu eftir, þetta er það stórt hús,“ segir Brynjar við mbl.is.


Hann bætir við að finna þurfi leið til að komast inn í húsnæðið en að það verði líklega ekki gert fyrr en á morgun - og að unnið verði utan frá að mestu leyti í kvöld. (Myndir: Eyþór Árnason).  - JGH