Stórbruni í Gufunesi - eldur í stórri skemmu í eigu borgarinnar. Sjá þrjú myndskeið
12. janúar 2026
Stórbruni er núna í Gufunesi og er eldurinn í stórri skemmu gegnt gömlu Áburðarverksmiðjunni þar sem núna er stórt kvikmyndaver í eigu Baltasar Kormáks. Svartur reykur stígur upp frá eldinum og sást hann víða um höfuðborgarsvæðið skömmu eftir að eldurinn kviknaði.
Allt tiltækt lið slökkviliðisins er á staðnum. Í fyrstu héldu margir Grafarvogsbúar að kviknað hefði í hjá Sorpu en svo er ekki - heldur í geymslum á svæðinu.
Eldurinn gaus upp skömmu eftir klukkan sautján og fór ekki á milli mála hjá okkur íbúum í Hamrahverfinu að mikið eldhaf væri í gangi í Gufunesi.
Meðfylgjandi myndir tók ég uppi á hæðinni við Leiðhamra. - JGH


