Bandaríkin - hrikalegar skuldir en ört vaxandi hagvöxtur. Laun hækka og framleiðni eykst
11. janúar 2026
BANDARÍKIN. Skuldir, hagvöxtur, verðbólga, Dow Jones og vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum. Við Sigurður Már
fengum Þorstein Þorgeirsson
hagfræðing til okkar í nýjasta þátt Hluthafaspjalls ritstjóranna
á Brotkast.is og umræðuefnið var staða efnahagsmála í Bandaríkjunum.
Þetta er á margan hátt mjög sérstök staða. Skuldir eru hrikalegar, hagvöxtur er mikill en verðbólga á sama tíma undir kontról, hlutabréfamarkaðurinn í hæstu hæðum og atvinnuleysi í krignum 4% en vinnumarkaðurinn vestanhafs er mjög hreyfanlegur og fólk hikar ekki við að flytja um Bandaríkin þver og endilöng fái það sæmilega vinnu.
Hvað um það - hér má sjá stutta klippu úr viðtali okkar Sigurðar Más við Þorstein. - JGH


