Stóraukinn hagnaður viðskiptabankanna þriggja á fyrri hluta þessa árs
11. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ! Hagnaður viðskiptabankanna þriggja var verulega hærri fyrstu sex mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra - og jókst úr 36,6 milljörðum króna í 48,8 milljarða núna. Þetta er um 33% aukning.
Í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar
á Brotkast.is, Hluthafaspjalli ritstjóranna, rýnum við í þessar tölur og skoðum sérstaklega Arion banka en þar fór hagnaðurinn úr 9,9 milljörðum í fyrra í 18,1 milljarð núna.
Aukning hagnaðar Landsbankans og Íslandsbanka var svipaður eða um 2 milljarðar hjá hvorum bankanum fyrir sig.
Hér er hægt
að skoða stutta klippu af þessu samtali okkar félaganna. https://www.youtube.com/watch?v=J_xl08kBr8I
Stóraukinn hagnaður viðskiptabankanna þriggja er á meðal þess sem við Sigurður Már
Jónsson ræðum um í hlaðvarpi okkar, Hluthafaspjalli ritstjóranna.