Hvaða stöplar eru þetta sitt hvorum megin við voginn okkar?
STÖPLARNIR? Þessir stöplar sitt hvorum megin í Grafarvogi vekja forvitni margra sem ganga daglega á hinum frábæru göngustígum við voginn. Hvaða stöplar eru þetta annars? Virðast svo sannarlega hafa sögu að geyma.
Þegar ég ræddi við Magnús Ásgeirsson, félaga minn og fyrrum sóknarnefndarformann í Grafarvogskirkju, á dögunum bárust þessar undirstöður og staurar í tal. Á þeim hvíldu á sínum tíma öflug möstur með rafmagnslínum.
Sagan er þessi: Þegar Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var byggð var lögð lína úr Grafningi, norðan hrauna og Sandskeiðs að tengivirki því sem kallað var tengivirki Sogsstöðva sem var við Elliðaárstöð, á því svæði er nú leikvöllur og útivistarsvæði eftir að tengivirkið var fjarlægt.
Þaðan lá loftlína með tæpum 35 þúsund voltum frá tengivirkinu yfir Grafarvoginn og að Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi.
Möstrin fyrir rafmagnslínurnar hvíldu á þessum undirstöðun en voru líklegast fjarlægð á áttunda áratugnum. - JGH

Hér var heildmikið vírvirki fyrir mörgum árum. Möstur með rafmagnslínum í Áburðarverskmiðjuna í Gufunesi hvíldu á þessum stöplum.