Er sóknarfæri Sýnar með enska boltanum að renna út í sandinn?
11. ágúst 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ.
Er sóknarfæri Sýnar að renna út í sandinn?
Um það ræðum við Sigurður Már Jónsson
í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar, Hluthafaspjalli ritstjóranna, á efnisveitunni Brotkast.is.
Þegar Sýn náði enska boltanum af Símanum hafði Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, orð á því að enski boltinn væri sóknarfæri fyrir Sýn.
En eftir að Fjarskiptastofa féllst óvænt á kröfu Símans um að sýna dagskrá Sýnar, eins og fréttir, íþróttir almennt og enska boltann, í opinni dagskrá, gegn ákveðnu gjaldi, má spyrja sig hvort umrætt sóknarfæri Sýnar sé að renna út í sandinn.
Ákvörðun Fjarskiptastofu er að vísu til bráðabirgða. En hlutabréfaverð Sýnar féll í kjölfarið.
Herfræði Sýnar hefur eflaust verið sú að ná þúsundum viðskiptavina Símans yfir til sín með þeim enska.
Hér er stutt klippa
um spjall okkar Sigurðar Más um þetta efni. - JGH
Stutt klippa af umræðum okkar um enska boltann hjá Sýn en hlutabréfaverð Sýnar féll
eftir ákvörðun Fjarskiptastofu - ákvörðun sem er að vísu til bráðabirgða.