Stóra ljósaperumálið við Gullinbrú - málinu frestað í umhverfisráði borgarinnar
Kjartan Magússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, setur inn athyglisverða frétt inn á Facebook um stóra ljósaperumálið við Gullinbrú og tillögu sjálfstæðismanna um viðgerð og peruskipti á fimm ljósastaurum.
Vissulega er ákveðin kerskni og kaldhæðni í því hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins að flytja þessa tillögu um það á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær, 19. nóvember, um að ráðist verði í viðgerð/peruskipti á fimm ljósastaurum við sunnanverða Gullinbrú.
Það var gott að nota þennan vettvang til að vekja athygli á sinnuleysinu.
En viti menn; djókið í þessu er nú samt að afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar ráðsins.
Ekki er öll vitleysan eins.
Óborganlegt. - JGH

Svo sem kaldhæðni. En ekki er öll vitleysan samt eins. Afgreiðslu tillögu um viðgerð - og að skipta út fimm ónýtum perum í ljósastaurum við Gullinbrú var frestað í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.

