Stílistar á Höfðabakkabrúnni - loksins einhver kraftur að færast í framkvæmdir

25. ágúst 2025

STÍLISTAR!  Ég lenti á eftir þessum á Höfðabakkabrúnni í hádeginu og játa að ég hélt fyrst að um ofsjónir væri að ræða. En svo reyndist ekki vera. „Stóra skiltið“ ók af stað. Húmor í þessu - stílistar á ferð.


Framkvæmdir á brúnni malla áfram og búið er að steypa framlengingu á kantinum á miðeyjunni þar sem ný umferðarljós verða sett. Það var gert um helgina - og svo var unnið við gröft á eyjunni í morgun.


Núna er nákvæmlega vika síðan verulegar þrengingar voru settar við brúna og akreinum lokað vegna framkvæmdanna og hafa þær skapað mikið umferðaröngþveiti - og það líklegast að óþörfu.


Í rauninni komst ekki alvöru kraftur í verkið fyrr en um helgina og í morgun. - JGH

Nýtt og hreyfanlegt skilti? Nei, ekki reyndist svo vera. Núna er vika síðan að þrengingar voru settar upp. En það var fyrst um helgina og í morgun sem eitthvað var að frétta og kraftur færðist í verkið.