Demantshringur á 18 milljónir króna í Costco

25. ágúst 2025

NOKKUÐ ÓVÆNT! Fór með frúnni í Costco fyrir hádegi og eftir að hafa skoðað sokkapar á útsölu gekk ég með stóru innkaupakerruna að glerskáp sem vakti athygli mína. Þar blasti þessi demantshringur við á 18 milljónir króna. 


Frekar óvænt og jafnvel súrrealískt að ramba á þennan hring þarna með innkaupakerruna. 


Þarna voru líka eyrnalokkar og hálsfestar á spottprís. - JGH

Þessi hálsfesti fæst á 1,3 milljónir króna.

Þessi tvenna fæst á rúmar 2 milljónir.

Eyrnalokkar á um 1,7 milljónir.