Staða flugfélaganna - afkoman batnar en ennþá mikið tap á fyrsta ársfjórðungi

4. maí 2025
HLUTHAFASPJALLIÐ. Við Sigurður Már Jónsson ræðum um uppgjör Icelandair Group og Play á fyrsta ársfjórðungi í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar, Hluthafaspjallinu á Brotkast.is. Bæði félögin eru með taprekstur en sýna bata í afkomu miða við sama tíma tímabil í fyrra.

Raunar verður fróðlegt að sjá hvernig straumur erlendra ferðamanna til landsins verður á árinu en blikur eru á lofti um að dregið hafi úr ferðahug fólks á heimsvísu. 

Styrking krónunnar hefur verið nokkur að undanförnu - enda dollarinn gefið talsvert eftir að undanförnu - og ef þessi þróun heldur áfram með krónuna þá fær ferðaþjónustan færri krónur í vasann á árinu og það mun sjást þegar talið verður upp úr kössunum í lok ársins.

Meðfylgjandi mynd er af Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group.

Sjá hér brot af spjalli okkar.