TIL HVERS? 29 íbúðum troðið niður við hringtorgið við Borgaveginn á leið í Spöngina
HÁALEITISHÖRMUNGIN YFIRFÆRÐ Á BORGAVEG! Á þessum litla grasbletti við eitt fjölfarnasta hringtorg Grafarvogs vilja nýju borgarstýrurnar troða niður 29 íbúðum.
Þetta er hringtorgið við Borgaveg sem er ein algengasta leiðin í verslanirnar við Spöngina og er helsta leiðin inn í fjölmenn hverfi í Borgum og hluta Rimahverfisins. Að hringtorginu liggja Borgavegur, Melavegur, Móavegur og Sóleyjarimi.
TIL HVERS EGINLEGA?
Gangi þessi áform eftir mun þetta byrgja bílstjórum verulega sýn og er stórhættulegt í alla staði. Þarna eru ennfremur vinsælar göngu- og hjólaleiðir. Þetta er galið!
Þess utan munu húsin ná svo til alveg niður að hringtorginu - líkt og í hörmunginni við Háaleitisbraut.
Munum að það eru síðustu forvöð að mótmæla í Skipulagsgáttinni og mótmælum þrátt fyrir að á móti blási og tilfinningin sé að valtað sé yfir okkur Grafarvogsbúa og að nýju borgarstýrurnar muni skella skollaeyrum við mótmælunum.
Við gefumst ekki upp - heldur komum nýrri bylgju mótmæla af stað! Þær geta stöðvað þetta!

Á þessum litla reit handan við hringtorgið stendur til að troða niður 29 íbúðum.

Séð frá þröngum Melaveginum yfir blettinn í átt að hringtorginu. 29 íbúðir og liggja nánast upp að hringtorginu. Nær væri að eiga þessa spildu inni til að betrumbæta umferðarmannvirkin. Nei, skipulega er þrengt að gatnakerfinu í Grafarvogi.

Þessar 29 íbúðir byrgja bílstjórum sýn við eitt fjölfarnasta hringtorg í Grafarvogi og eru stórhættulegar. Svo á líka að troða niður 4 einbýlishúsum í Stararima. Vitleysan verður auðvitað að kallast á!

Háaleitishörmungin yfirfærð á litlan blett við hringtorgið við Borgaveg - eitt fjölfarnasta hringtorgið í Grafarvogi.

Þær brosa en okkur Grafarvogsbúum er ekki hlátur í hug. ÞÆR GETA STÖÐVAÐ ÞESSA VITLEYSU.