Hörmungin við Háaleitisbraut - birtingarmynd af stefnu sem dengt er yfir Grafarvogsbúa

4. maí 2025
HÁALEITISHÖRMUNGIN - VÍTI TIL AÐ VARAST!  Þessi hörmung við Háaleitisbraut er birtingarmynd af þéttingarstefnu borgarinnar; stefnu sem slengt er núna yfir Grafarvogsbúa. 

Stórhýsi troðið niður alveg út að gangstétt við ein helstu gatnamót landsins. Óskiljanlegt. Við Grafarvogsbúar segjum: Nei, takk!  

Núna eru síðustu forvöð að fara inn á skipulagsgáttina og mótmæla hinni hrikalegu þéttingu byggðar í Grafarvogi.

Hér er hægt að fara inn á vefinn Okkar Grafarvogur - og mótmæla. 

Fresturinn til að mótmæla rennur út á morgun. Stöndum vörð um Grafarvoginn!