Sólin lágt á lofti og blindar ökumenn - aukin árekstrarhætta. Sólgleraugu nauðsynleg
2. desember 2025
Það er fyllsta ástæða til að vara ökumenn við þessa dagana þegar sólin er svona lágt á lofti og blindar ökumenn í umferðinni.
Þannig var mjög erfitt að aka upp Höfðabakkann í dag þar sem sterk sólin vafðist fyrir ökumönnum.
Það er alkunna að þegar sólin er svona lágt á lofti að oftar en ekki má sjá þess getið í árekstrarskýrslum lögreglunnar að ökumenn hafi blindast af sólinni.
Sólgleraugu eru nauðsynleg við þessar aðstæður. Förum varlega.
Að vísu mætti bæta lýsinguna við Höfðabakkann þegar rökkvar og dimma tekur. Það vantar þarna nýjar perur í einhverja ljósastaurana. - JGH


