Sólarlagið í Grafarvogi á þriðja degi ársins
Það er við svona aðstæður sem myndir segja meira en mörg orð. Sólarlagið í Grafarvogi á þriðja degi ársins.
Þetta jólatré blasir við mörgum Grafarvogsbúum í önn dagsins. Það stendur á hæðinni á milli Borgavegs og Melavegs - rétt við hringtorgið.
Á þessum þrönga reit hefur borgin kynnt áform um að þétta byggð og byggja - hvernig svo sem lyktir þess máls verða.
- JGH

Horft upp á Ártúnshöfðann úr Hamrahverfinu í Grafarvogi. Miklar framkvæmdir í hinu nýja hverfi. Kranarnir vakna væntanlega til lífsins eftir helgi þegar þeir fara að snúast á nýjan leik eftir gott frí - líkt og hjól atvinnulífsins.

Í Grafarvogi, 3. janúar 2025, kl.16:39.

Þetta jólatré blasir við mörgum Grafarvogsbúum í önn dagsins. Það stendur á hæðinni á milli Borgavegs og Melavegs - rétt við hringtorgið við Borgaveginn.
