Máninn fullur fer um geiminn
Það var fullt tungl í dag og margir sem hafa birt fallegar myndir af tunglinu á samfélagsmiðlum. Í ljóðinu segir jú „máninn fullur fer um geiminn, fagrar langar nætur“.
Hér blasti hann við fyrir ofan Esjuna síðdegis í dag og varpaði sínu mánaskini á Kollafjörðinn - eða sundin blá, eins og við nefnum hann í daglegu tali. - JGH

Frá hæðinni við Borgaveg-Móaveg kl. 16:36 í dag. Máninn í norðaustur.

Frá hæðinni við Borgaveg-Móaveg kl. 16:08. Máninn að skríða upp yfir Esjunni í norðaustur.

Frá Korpuvellinum - Thorsvellinum - kl. 16:23. Máninn í norðaustur.

Frá Geldinganeseiði kl. 16:43. Máninn í norðaustur.

Frá Geldinganeseiði kl. 16:43. Máninn í norðaustur.

Frá Hamrahverfinu kl. 21:30. Máninn núna í austur.
