Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði - hverfur hann á næsta hálfa mánuði?
GUNNLAUGSSKARÐ.
Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju þykir vera ábending um tíðarfar og loftslagsbreytingar. Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri, fylgdist með fönninni í skarðinu um langt skeið og skráði niður.
Frekar hlýtt hefur verið í sumar og má gera ráð fyrir að snjórinn - punktarnir þrír efst í skarðinu á myndinni - hverfi á næsta hálfa mánuði ef fram fer sem horfir.
Fannirnar hefur margoft leyst og Esjan snjólaus í lok sumars - oftast á árunum 1929 til 1964, eða 19 sinnum á þessu 35 ára tímabili.
Sjá hér töflu um snjó og snjóleysi í Gunnlaugsskarði frá 1852 til dagsins í dag eða í um 175 ár.
Það var kalt í veðri frá 1852 til 1929 og þá hurfu fannirnar í skarðinu aldrei á því tímabili. - JGH

Mynd af Esjunni tekin seinni partinn í dag. Punktarnir þrír efst í Gunnlaugsskarði - fannirnar, skaflarnir - eru við það að hverfa. Ekki er ólíklegt að þeir verði horfnir snemma í ágúst. Það er yfirleitt í ágúst sem Esjan verður snjólaus, hverfi snjórinn þar á annað borð. Sjá veðurrannsóknir á skarðinu í 175 ár.

Rannsóknirnar ná allt aftur til ársins 1852.