Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði bráðnaður

9. ágúst 2025
BRÁÐNAÐUR! Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju þykir vera ábending um tíðarfar og loftslagsbreytingar. Páll Bergþórsson fyrrum veðurstofustjóri fylgdist með fönninni um langt skeið.

Garfarvogur.net sagði frá því föstudaginn 25. júlí að fannirnar í skarðinu væru að hverfa en þá voru þrír litlir skaflar eftir. Tíðarfarið í sumar hefur verið gott.

Fylgst hefur verið með fönnunum í Gunnlaugsskarði frá árinu 1847 - eða í bráðum 180 ár. Þau ár sem fannirnar hafa horfið hefur það gerst í ágúst.

Á 35 ára tímabili, frá 1929 til 1965, hurfu skaflarnir nítján sinnum. Frá 1966 til 1997 (33 ára tímabili) hurfu fannirnar ekki. 

Eins og sjá má skartaði Esjan sínu fegursta þegar ljósmyndari átti leið um Strandveginn í kvöld. - JGH

Föstudagurinn 25. júlí. Fannirnar við það að hverfa.

Laugardagurinn 12. ágúst. Fannirnar í Gunnlaugsskarði horfnar.

Tíðarfarið í Reykjavík út frá skaflinum í Gunnlaugsskarði.