Helgi Árnason, skákfrömuður og fyrrum skólastjóri Rimaskóla, 70 ára í dag
TIL HAMINGJU HELGI. Helgi Árnason, skákfrömuður í Grafarvogi og fyrrum skólastjóri Rimaskóla, fagnar 70 ára afmæli sínu í dag og er skemmtileg afmælisgrein um hann í Morgunblaði dagsins.
Helgi hefur lyft grettistaki fyrir skáklistina í Grafarvogi og er formaður skákdeildar Fjölnis.
Skákin hefur blómstrað í Rimaskóla og áhugi ungmenna í Grafarvogi á skák vakið verðskuldaða athygli. Enginn hefur komið þar meira við sögu en einmitt Helgi Árnason.
Meðfylgjandi mynd af Helga var tekin þegar Styrktarsjóður Hringfarans úthlutaði fimm milljónum króna til barna- og unglingastarfs Skáksambands Íslands með því að stofna Skáksjóð Helga Árnasonar.
Mikill heiður það og verðskuldaður.
Grafarvogur.net óskar Helga til hamingju með daginn. - JGH

Helgi á skákæfingu með ungmennum í Grafarvogi. Hann er maðurinn á bak við hinn mikla skákáhuga í Grafarvogi.

Hún er fróðleg og skemmtileg afmælisgreinin um Helga í Morgunblaði dagsins.