Þessi Grafarvogsbúi skaust í Bónus á gönguskíðum - rétti ferðamátinn í fannferginu

28. október 2025

Þetta er búið að vera erfiður dagur í umferðinni og það sem hefur ef til vill vakið hvað mesta athygli er hvað strætisvagnar og sendibílar hafa verið lítt tilbúnir í vetrarfærðina. Það er gömul saga og ný að bilar á sumardekkjum þvælast mest fyrir í snjókomunni.


Grafarvogur.net fékk hins vegar þessa stórskemmtilegu mynd senda í dag frá Grafarvogsbúanum Sigurbergi Kristjánssyni en myndina tók hann við Bónus í fannferginu í dag þegar hann tölti þangað eftir einhverju smotteríi.


Þar rakst hann á þennan snjalla Grafarvogsbúa sem var með réttu græjurnar og mætti í Bónus á þessum fínu gönguskíðum. Að sjálfsögðu var smellt af mynd.


Skemmtilegt. - JGH

Þessi Grafarvogsbúi mætti í Bónus í Spöng í dag á gönguskíðum. Svo sannarlega rétti ferðamátinn í svona færð. (Mynd: Sigurbergur Kristjánsson)