Stjörnuskin og knús í hinni svarthvítu veröld snjómuggunar
Gluggaskrautið fær svolítið annan blæ þegar það gægist út um gluggann og mátar sig við svarthvítu snjómugguna. Höfuðborgarbúar fengu óvænta snjómuggu upp úr hádegi í gær, sunnudaginn 14. mars, og úti varð flughált á augabragði. Veröldin varð svarthvít. Allt hefur þetta sinn sjarma. Jólasnjór á þriðja sunnudegi á aðventu. Kyrrðin, maður minn, hún er fyrir öllu; vetrarstillan.
Hljómsveitin Flowers fluttu lagið Gluggann á áttunda áratug síðustu aldar við miklar vinsældir. Enn má heyra það á öldum ljósvakans. „Ég sit og gægist oft út um gluggann.“ Lagið er eftir Rúnar Gunnarsson en textinn eftir Þorstein Eggertsson. Sjá má textann að fullu hér. - JGH

Koss undir heillastjörnu. Í Gluggalagi Flowers er talað um laglega unglinga og góðlega gamlingja. En þau þessi láta sig það litlu varða enda aldurslaus.


