Stjörnuskin og knús í hinni svarthvítu veröld snjómuggunar

15. desember 2025

Gluggaskrautið fær svolítið annan blæ þegar það gægist út um gluggann og mátar sig við svarthvítu snjómugguna. Höfuðborgarbúar fengu óvænta snjómuggu upp úr hádegi í gær, sunnudaginn 14. mars, og úti varð flughált á augabragði. Veröldin varð svarthvít. Allt hefur þetta sinn sjarma. Jólasnjór á þriðja sunnudegi á aðventu. Kyrrðin, maður minn, hún er fyrir öllu; vetrarstillan.


Hljómsveitin Flowers fluttu lagið Gluggann á áttunda áratug síðustu aldar við miklar vinsældir. Enn má heyra það á öldum ljósvakans. „Ég sit og gægist oft út um gluggann.“ Lagið er eftir Rúnar Gunnarsson en textinn eftir Þorstein Eggertsson. Sjá má textann að fullu hér. - JGH

Koss undir heillastjörnu. Í Gluggalagi Flowers er talað um laglega unglinga og góðlega gamlingja. En þau þessi láta sig það litlu varða enda aldurslaus.