Allt ljósljóst - umferðarljósin óvirk á gatnamótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar
16. desember 2025
Það hefur verið vandi að aka um ein umferðarþyngstu gatnamótin í Grafarvogi í kvöld, gatnamót Gullinbrúar og Fjallkonuvegar. Umferðarljósin eru óvirk.
Þegar Grafarvogur.net var þar á ferð um áttaleytið í kvöld var þó mesta furða hvað umferðin gekk vel fyrir sig - enda kvöltmatartíminn ekki háannatími við gatnamótin.
Við birtum nokkrar myndir frá gatnamótunum og ljósljósu götuvitunum. - JGH

Nú er illt í efni - ljósljósir götuvitar við Gullinbrú í kvöld.

Biðskyldumerki blasa við - Gullinbrúin á réttinn. Fara þarf varlega þegar tekin er vinstri beygja inn í Hamrahverfið. Sem og vinstri beygjan af Fjallkonuvegi niður Gullinbrúna.

Verulegt hættuástand en mesta furða hvað umferðin gekk vel fyrir sig.

Skær eru ljósin á bílunum - en vitarnir eru óvirkir.

