Skammarlegt! Bílakirkjugarður og ruslahaugur við Veghús fyrir neðan N1 stöðina
HVERFIÐ OKKAR! Það er með öllu ólíðandi og skammarlegt fyrir borgina að láta það líðast á lóð sinni við Veghús gegnt Víkurvegi, fyrir neðan N1 stöðina, að þar sé bílakirkjugarður og ruslahaugur.
Borgin ber algerlega ábyrgð á þessu en þessi reitur er einn af þeim sem borgin áformar að byggja á í tengslum við þéttingu byggðar hér í hverfinu okkar.
Ef til vill er það rétt sem fram kom í sumar, þegar íbúar við Sóleyjarima tóku sig til og slóu útivistarsvæðið fyrir neðan Fjarskiptastöð Isavia, að þeir töldu að svæðin sem borgin hyggst úthluta í tengslum við þéttingu byggðar í Grafarvogi séu viljandi látin drabbast niður.
Skömm að þessu svæði við Veghúsin og borgin ætti að sjá sóma sinn í því að hreinsa þetta svæði hið fyrsta og koma bílflökunum í burtu.
Þetta er fyrir neðan allar hellur. - JGH

Ja hérna.

Ekki boðlegt.

Skammarlegt.

Þessi var ekki notaður um nýliðna ferðahelgi.

Þessi var á leiðinni á haugana þegar síminn hringdi og tafðist aðeins - nú fara bæði bíll og kerra í förgun.

Þrjú hjól - ekki undir bílnum.

Brotin rúða - stórhættulegt.

Gleymst að fara með þetta skrauthýsi í skoðun.

Lúxuskerra og eðalhjólhýsi.

Þessi með krana en verður sjálfur hífður burtu.

Hrein borg, fögur borg. Hér þarf borgin að bretta upp ermarnar - og það hið snarasta. Þessi haugur er til háborinnar skammar.

Bílakirkjugarðurinn er fyrir neðan bensínstöð N1 við Veghús. Víkurvegur til hægri. Grasivaxna brekkan að haugnum snyrtilega slegin.