Hluthafaspjallið - kaup alþjóðlegs bílafyrirtækis á Öskju vekja athygli

4. ágúst 2025

HLUTHAFASPJALLIÐ.  Í nýjasta þætti Hluthafaspjalls ritstjóranna ræðum við Sigurður Már Jónsson meðal annars um athyglisverð kaup alþjóðlega bifreiðasölufyrirtækisins Inchape á góðum granna hér við Grafarvoginn, bílaumbðinu Öskju. Sjá umræður okkar félaganna hér.


Við veltum því meðal annars fyrir okkur hvort því fylgi ákveðin áhætta að kaupa bílaumboð í ljósi þess að bílaframleiðendur erlendis sameinuðust eða að umboð fyrir ákveðnar bílategundir færðust til af einhverjum utanaðkomandi ástæðum.


Þess má geta að Inchape kaupir fyrirtækið Vekra sem er eigandi Öskju og dótturfélaganna Landfara, Dekkjahöllinni og bílabumboðinu Unu


TALSVERÐ TÍÐINDI

Þetta eru því umtalsverð tíðindi á íslenskum bílamarkaði og sýnir í raun hversu mikið traust Inchape - sem er skráð í Kauphöllinni í London - ber til íslensks bílamarkaðar og viðskiptalífs.


Reiknað er með að rafbílavæðingin muni stóraukast ennfrekar hér á landi á næstu árum og ekki ólíklegt að Inchape horfi til þess sem mögulegs tækifæri til að vaxa frekar en hlutdeild Öskju á íslenskum bílamarkaði hefur margfaldast á undanförnu árum og nemur núna rúmum fjórðungi í sölu á nýjum bílum.


Askja er með umboð fyrir Benz, Kia og HondA. 


Forstjóri Öskju, Jón Trausti Ólafsson, verður áfram forstjóri félagsins. - JGH

Askja er með umboð fyrir Mersedes Benz...

...sem og Kia og Honda.

Hér kemur lítið brot af umræðum okkar um söluna á Öskju.