Samstöðufundur gegn þéttingarstefnunni í Rimaskóla 15. maí
10. maí 2025
SAMSTÖÐUFUNDUR 15. MAÍ. Íbúasamtök Grafarvogs halda samstöðufund vegna þéttingaráforma borgarinnar í Rimaskóla fimmtudaginn 15. maí kl. 17:30.
Í frétt frá Íbúasamtökunum kemur fram að farið verði yfir stöðu málsins og næstu skref í baráttunn - og að nánari dagskrá verði kynnt nær dragi.
Í lok fundar verður íbúum boðið að fá tæknilega aðstoð við að senda inn athugasemdir, en lokafrestur til að skila er til og með 15. maí.
Fjölmennum og sendum skýr skilaboð um afstöðu íbúa gegn þéttingaráformum í Grafarvogi!
Meðfylgjandi mynd var tekin á íbúafundinum í Borgum 20. mars sl. þar sem fundargestir mótmæltu þéttingunni af miklu krafti. - JGH