Skýfall og svo rökkvaði skyndilega kl. þrjú um hábjartan daginn. Hlustaðu á regnið!
ÚRHELLI. Það brast skyndilega á með þrumum og eldingum þegar Grafarvogur.net var á ferð um hverfið í dag klukkan þrjú - og í ofanálag rökkvaði all hressilega.
Dagurinn; 15. ágúst 2025.
Hásumar.
Sumarklæddur og án regnhlífar þurfti ég svo að koma mér út úr bílnum - heim kominn.
Regnið buldi á bílnum.
Datt í hug að bíða regnið af mér.
Það þarf ekki að vökva blómin úti í dag - hugsaði ég með mér.
- Það var búið að spá þessu, sagði frúin.
Alltaf gott að heyra af spánni eftir á.
Ég hef alltaf verið vitur eftir á.
Tilvalið að taka regnið upp - þ.e. með símanum; á vídeó.
Það má hlusta,
- og líka á lagið Hlustaðu á regnið. - JGH

Spöngin kl. þrjú í dag. Það rökkvaði all hressilega um hábjartan dag.
Hlustaðu á regnið með Trúbrot þar sem Shady Owens fer á kostum.