Þrengingarnar farnar á brúnni

27. ágúst 2025
Hinar miklu þrengingar sem settar voru upp á Höfðabakkabrú á mánudag í síðustu viku hafa verið fjarlægðar og staurinn fyrir hinu nýju umferðarljós kominn upp.

Mikil óánægja hefur verið á meðal Grafarvogsbúa með hvað mikill seinagangur var á þessu verki - en lítið sem ekkert var unnið á miðeyjunni í síðustu viku eftir að þrengingarnar voru settar upp - þótt tekið hafi verið til  hendinni um helgina og á mánudag.

Þrengingarnar ullu miklum umferðartöfum.  - JGH