Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi - bilun í nótt

29. ágúst 2025
HEITAVATNSLAUST. Vegna viðgerðar á lögn sem bilaði í nótt er heitavatnslaust í öllum Grafarvogi.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum. (Sjá frétt frá Orkuveitunni). 

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Við munum uppfæra á hér hvernig gengur. Ekki er hægt að segja hversu lengi lokunin varir.