Þrengingar settar upp í byrjun vikunnar en fyrst í dag verður tekið til hendinni
ÓÞARFA ÞRENGINGAR! Það hefur vakið athygli allra Grafarvogsbúa sem átt hafa leið um Höfðabakkabrúna í vikunni að þrengingar voru settar þar upp í byrjun vikunnar en síðan hefur ekkert verið að frétta - ekki sést til neinna við verkið.
Tafir munu hafa orðið á afhendingu kantsteina og mun verða settur gangur í verkið í dag og um helgina.
En auðvitað spyrja Grafarvogsbúar sig að því hvers vegna þrengingarnar voru ekki teknar niður stax og það lá fyrir að ekki væri hægt að vinna við þessa miðeyju á brúnni í vikunni - en framkvæmdirnar snúast um að framlengja eyjuna lítillega og setja upp ný og fullkomin umferðarljós.
Þarna var búinn til óþarfa umferðarhnútur í vikunni.
Eins má spyrja sig að því hvers vegna byjað sé á þessum framkvæmdum eftir sumarfrí þegar samfélagið fer á fullan snúning aftur og umferðin stóreykst að sama skapi? - JGH

Leiðin í Grafarvoginn af Vesturlandsvegi upp á Höfðabakkabrúna. Hér var sett upp þrenging í byrjun vikunnar sem hefur skapað svakalegar tafir í umferðinni. Hvers vegna voru þessar þrengingar ekki teknar strax niður fyrst ekki var hægt væri að byrja á verkinu af fullum krafti.