Regnbogi meistarans!
31. júlí 2025
REGNBOGI MEISTARANS. Hann var svolítið sérstakur regnboginn sem blasti við mér þegar ég ók Strandveginn í Grafarvogi í austurátt í gærkvöldi.
Regnbogi sem var frekar eins og punktur, eins konar marglita kastljós.
Minnti á fallega litaprufu meistarans - málarameistarans. - JGH

Regnbogi meistarans - málarameistarans.