Bryggjubrölt í heillandi Hólminum

3. ágúst 2025

BRYGGJUBRÖLT.  Hólmurinn hefur alltaf eitthvað við sig og þangað lá leið Grafarvogs.net um þessa miklu ferðahelgi.


Bryggjan og bátarnir toga í ferðalanga í Hólminum og margir leggja leið sína upp að vitanum í Súgandisey - sem er vissulega ekki eyja lengur - frekar en Örfirisey í borginni.


Það setur óneitanlega svip sinn á bryggjulífið að Sæferðir annast ekki lengur áætlunarferðir Baldurs og hafa hætt Eyjasiglingum á Særúnu - og sett þetta vinsæla skip á söluskrá.


Smá bryggjubrölt í morgunsárið á þessum ágæta sunnudegi um verslunarmannahelgi. - JGH

Særún kyrfilega bundin við bryggju og er til sölu. Skarð fyrir skildi að hætt sé að sigla með ferðamenn á þessu þekkta skipi og bjóða þeim upp á nýveitt sjávarfang.

Hafnarvogin. Ekki alveg komin þangað á morgunvigtinni þótt staðan sé slæm.

Rólegt svo snemma í morgunsárið og mótorar hljóðlátir.

Vinsælt að vitja vitans uppi á Súgandisey.

Hér seldu Sæferðir miða í Baldur um árabil. Núna er þetta rými tómt og komið í eigu flutningafyrirtækisins BB og sona.

Sjávarpakkhúsið nýtur mikilla vinsælda. Regnbogafána flaggað. 

Sjávarborg - hostel. Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrum ferðamálastjóri, rekur þetta vinalega gistihús við höfnina.

Bryggjubiti. Auðvitað fiskur og franskar svo og Agnið.

Þau eru mörg falleg húsin í Hólminum.

Tilbúnir að flengjast um með ferðamenn í slöngudansi á fögrum firði; Breiðafirði.

Baldur - risinn í höfninni.