Regnbogavörur setja svip sinn á Hagkaup í Spönginni
8. ágúst 2025
HAGKAUP. Regnbogavörur setja núna sterkan svip á Hagkaup í Spönginni. Þegar inn er komið blasa við blöðrur í tugatali um alla verslunina - auk þess sem boðið er upp á fjölda smávara tengdum Hinsegin dögum.
Ekki fer á milli mála að vægi Hinsegin daga hefur vaxið jafnt og þétt og karnival-stemningin í kringum Gleðigönguna orðin að föstum lið í ágúst.
Gangan á morgun fer af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14:00. Gengið verður niður Skólavörðustíg og Bankastræti - og síðan eftir Lækjargötu og Fríkirkjuvegi. Gangan endar í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar taka við. - JGH

Litadýrð í Hagkaup og fjölmargar regnbogavörur.

Blöðrur um alla verslun.