Rauðar, hvítar eða marglita jólaseríur? Það er nú það. Fjölbreytileikinn gefur góðan tón
Ljósin í bænum, var nafn á hljómsveit hér í denn þar sem sungið var um að fara í ljós þrisvar í viku. Núna þykja sólbekkirnir hættulegir en jólaljósin gleðja svo sannarlega og það er víða vel skreytt í Grafarvoginum.
Hann var svo sem ekki víðfeðmur rúnturinn í kvöld. Skottast í Spöngina eftir lítilræði en úr varð litrík heimferð þar sem jólaseríur og jólaskreytingar utandyra á húsum fönguðu hugann um stund.
Tók nokkrar myndir þar sem rauðar, hvítar og marglitar séríur komu við sögu. - JGH

Stílhreint. Hvítt og rautt. Eitthvað við þetta.

Hring eftir hring. Góðir snúningar á þessu tré. Hvítt og stílhreint.

Sveinninn rauði ekki upp við vegg heldur varpað upp á vegg hjá vel skreyttu Landsneti. Nóg rafmagn þar.

Vel skreytt. Þessar seríur hjá Landsneti blasa við okkur og eru í alfaraleið í Grafarvoginum í kringum jólin. Grænt og rautt - eru það ekki þekktir jólalitir?

Bæði vel skært og skreytt við fyrirtækið Krumma sem selur leiktæki - og er við hliðina á Landsneti.

Samræmi. Þetta smekklega fjölbýlishús við Sóleyjarima tekur sig vel út. Þyrfti kannski að setja seríur á allar svalir til að taka þetta alla leið.

Jólakransinn. Svo er það jólakransinn á útidyrahurðum. Hér er marglita séría við þakkant og rauð sería á litla trénu - sem svo aftur rímar ágætlega við kransinn.


