Jólaskreytingar utanhúss - þetta er líklegast besta skreytta húsið í Grafarvoginum

10. desember 2025

Það er ánægjulegt hvað Grafarvogsbúar hafa tekið vel við sér með jólaskreytingar og seríurnar setja svo sannarlega svip sinn á hverfið. Víða er þetta mjög vel gert en mér er til efs að margir toppi jólaljósadýrð íbúanna við Smárarima 3.


Þurfti að skottast upp í Spöng og ná í lítilræði. Á leiðinni til baka blasti dýrðin við mér þegar ég kom að hringtorginu við Borgaveginn við Rimahverfið. Það var ekki annað í boði en beygja niður Smárarimann og skoða betur.


Þetta er alvöru og tekið alla leið. Glæsilegt. Glugginn nánast sýningargluggi og með mikið aðdráttarafl. - JGH

Smárarimi 3 í Grafarvogi. Glugginn er einfaldlega eitt stykki sýningargluggi. Þar hanga flaxandi strimlar sem skipta litum og mynda hjörtu. Ekki séð þetta áður. Vel gert.

Litadýrðin og ljósasýningin blasir við frá hringtorginu við Borgaveg niður í Rimahverfi. Á leið úr Spönginni og ekki annað í boði en beygja niður að Smárarimanum og skoða þessa skreytingu betur.

Þetta er alvöru og tekið alla leið.