Besta jólaskreytingin? Hér er heldur betur farið alla leið í Hamrahverfinu

12. desember 2025
Fréttin okkar um að Smárarimi 3 væri líklegast besta skreytta húsið í Grafarvoginum fyrir þessi jól fékk verðskuldaða athygli og mikla lesningu á vefnum. Í kjölfarið komu fjölmargar ábendingar um einbýlishús í Hamrahverfinu væri síst síðra og varla væri hægt að horfa fram hjá því þegar rætt væri um best skreytta húsið í Grafarvoginum.

Við gerðum okkur ferð og viti menn; við Salthamra 1 er sannkölluð jóladýrð. Eins konar jólaland. Og það er hverju orði sannara að þar sé farið alla leið og ekkert til sparað við að setja upp jólaseríur. Glæsilegt.

Þetta er hornhús við Salthamra og Lokinhamra og þessi skreyting fer ekki fram hjá neinum - ekki svo sem frekar en við Smárarima 3.

Mjög ólíkar skrreytingar en einfaldlega vel gert í báðum tilvikum!  - JGH 

Salthamrar 1 í Hamrahverfinu. Sjón er sögu ríkari - stórglæsileg skreyting.

Ekki bara farið alla leið í skreytingunni heldur líka allan hringinn í kringum húsið.

Það blés á seríurnar í rokinu í  gærkvöldi.