Rauður mánudagsmorgunn í Kauphöllinni
HLUTHAFASPJALL ritstjóranna. Hluthafar í fyrirtækjum eru ekki beint upplitsdjarfir þennan mánudagsmorgun því hægt er nánast að tala um „svartan mánudag“ eða öllu heldur rauðan í Kauphöllinni.
Alvotech hefur fallið um 20% í morgun og stafar það af því að fyrirtækið fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þeim fjölgar stöðugt sem telja að erlendir hlutabréfamarkaðir séu of hátt skráðir en á mörkuðum í Evrópu voru ekki miklar breytingar í morgun.
Líklegasta skýringin á rauðu tölunum í morgun er væntanlega að fyrirhugaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar séu farnar að hafa áhrif; bjartsýni stjórnenda í fyrirtækjum hefur til dæmis hríðfallið og þá er óvissan í kringum útlán bankanna og stöðuna á fasteignamarkaðnum farin að stigmagnast. Þá má geta þess að hagvaxtartölur frá fjórða ársfjórðungi 2023 hafa ekki verið til að hrópa húrra fyrir.
Fréttin hefur verið uppfærð frá því hún birtist fyrst því gengi bréfa í Alcotech féll um 28% í gær, mánudag og hefur lækkað um 4% í dag, þriðjudag. - JGH

Rauðar tölur í Kauphöllinni þennan mánudagsmorguninn; 3. nóvember.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3%.

Engin ókyrrð í kauphöllinni í Frankfurt í morgun.

Ekki heldur í London.


