Falleg stund. Látinna ástvina minnst í allra heilagra messu í Grafarvogskirkju

3. nóvember 2025

Hún var falleg og góð stundin í gær í Grafarvogskirkju þegar látinna ástvina var minnst í allra heilagra messu. Messan var mjög vel sótt.


Allra heilagra messu er gert mjög hátt undir höfði víða í Evrópu um þessa helgi. Á Spáni flykkjast til dæmis fjölskyldur í kirkjugarða - prúðbúnar - til að vitja leiði ástvina og heiðra minningu þeirra.


Í Grafarvogskirkju voru nöfn allra sóknarbarna, sem hafa látist frá síðastliðinni allra heilagra messu, lesin og tendruð ljós til minningar um þau.


Að venju var veislukaffi að lokinni messu og það var ekki af verri sortinni og naut líknarsjóður kirkjunnar góðs af. Það kemur sér vel þegar jólin nálgast og fólk leitar til kirkjunnar um aðstoð. - JGH

Þau stóðu vaktina í Grafaravogskirkju í gær. Frá vinstri: Kristín Kristjánsdóttir djákni, séra Arna Ýrr Sigurðardóttir sóknarprestur, séra Aldís Rut Gísladóttir og séra Sigurður Grétar Helgason.

Stórglæsilegt veislukaffi var að lokinni messu og naut líknarsjóður kirkjunnar góðs af. Það kemur sér vel þegar jólin nálgast og fólk leitar til kirkjunnar um aðstoð.

Frá allra heilagra messunni í Grafarvogskirkju í gær. Allra heilagra messu er gert mjög hátt undir höfði víða í Evrópu um þessa helgi þar sem látinna ástvina er minnst; leiði þeirra vitjuð og minning þeirra heiðruð.