Þær eru langar og fallegar sumarnæturnar

15. júlí 2025

SUMARNÆTUR. Grafarvogsbúinn Magnús Ásgeirsson birti á dögunum þessar stórgóðu myndir af íslensku sumarnóttinni á FB-síðu sinni með orðunum „Það er ljúft að eiga góðar minningar í huganum um bjartar og fallegar sumarnætur“.


Magnús er viðskiptafræðingur og vann um árabil hjá N1 og var sóknarnefndarformaður Grafarvogssóknar um árabil þegar kirkjan okkar var byggð.


Það jafnast fátt á við fallegar sumarnætur á Íslandi.


Góðar myndir!  - JGH

Sólin perlar hér himinninn á fallegri sumarnótt yfir Grafarvogi.

„Það er ljúft að eiga góðar minningar í huganum um bjartar og fallegar sumarnætur.“