Óseldar íbúðir hrannast upp; dýr yfirbygging borgarinnar - og er halli ríkissjóðs vanmetinn?
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá IFS greiningu , hefur gefið út mjög athyglisvert rit þar sem hann fer yfir og greinir efnahagsmálin.
Konráð var gestur okkar Sigurðar Más Jónssonar í nýjasta þætti hlapvarps okkar, Hluthafaspjalli ritstjóranna, og fór yfir ýmislegt sem hann greinir í riti sínu.
Hann ræðir ræðir m.a. um að óseldar íbúðir hrannast upp á höfuðborgarsvæðinu; að skristofukostnaður borgarinnar á hvern íbúa er langtum meiri en hjá öðrum sveitarfélögum; hvort hallinn á nýsamþykktum fjárlögum ríkisstjórnarinnar sé stórlega vanmetinn og síðast en ekki síst hvort atvinnuleysi sé að aukast og störfum að fækka.
Þá veltir hann því upp hvort hlutdeildarlán á íbúðamarkaði vinni gegn tilgangi sínum og hækki verð íbúða þannig að það verði enn erfiðara fyrir ungt fólk að kaupa sína fyrstu íbúð. -
Fyrir utan grafíkina fylgja hér tvær stuttar klippur af spjalli okkar við Konráð. - JGH






