Hvað er að? Stjórnunarkostnaður borgarinnar miklu meiri en hjá öðrum sveitarfélögum
Ekki verður annað séð en að Reykjavíkurborg sé illa rekin því stjórnunarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa – skrifstofa sveitarfélagsins - er úr öllum takti í samanburði við önnur sveitarfélög á landinu og miklu hærri.
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá IFS greiningu, hefur gert úttekt á þessu og var gestur okkar Sigurðar Más Jónssonar í nýjasta þætti Hluthafaspjalls ritstjóranna þar sem hann ræðir þennan kostnað.
Hann segir að stjórnunarkostnaður borgarinnar á hvern íbúa - rekstrarkostnaður skrifstofunnar - ætti að vera lægstur allra sveitarfélaga því borgin ætti að njóta hagkvæmni stórrekstrar.
En hvað er eiginlega að?
Er yfirbyggingin við stjórnun borgarinnar svona alltof mikil? Það ber ekki á öðru. Þessar upplýsingar koma beint frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Hér má sjá stutta klippu þar sem hann ræðir þessi mál við okkur, félaganna. - JGH


