Ölgerðin með helming allrar bjórsölu í vínbúðunum - Gull light vinsælastur
HLUTHAFASPJALLIÐ. ÖLGERÐIN er með yfir 50% hlutdeild af allri bjórsölu í ríkinu og með langvinsælasta bjórinn sem er Gull light en hann einn og sér er með 17% hlutdeild.
Þetta kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar Sigurðar Más Jónssonar á Brotkast.is, Hluthafaspjallinu, þar sem við ræðum við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar. Hér má sjá brot af spjallinu við hann.
Þetta er afar góður árangur hjá Ölgerðinni því hún var með 22% hlutdeild í bjórsölu í vínbúðunum árið 2009 en er núna komin með helming allrar bjórsölu.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir að grunnurinn að þessu sé góð vara fremur en sterk markaðssetning á bjórnum.
Hann segir að Gull light hafi fengið fljúgandi start á Covid-tímabilinu og hafi haldið forystunni eftir það. - JGH