Enn einn fallegi sólardagurinn - blankalogn og hlýindi

21. maí 2025

Veðrið hefur leikið við landsmenn undanfarnar tvæur vikur og það er um að gera að njóta því einhvern vökva mun gróðurinn víst fá á morgun, samkvæmt veðurspám. Dagurinn í dag er hins vegar í takt við tíðina að undanförnu, sólríkur og fallegur. 


Þegar Grafarvogur.net var á ferðinni um hálfátta-leytið í morgun þá fór ekkert á milli mála; Olís-fánarnir bærðust ekki; enda blankalogn.


Gult fyrir sólina og rautt fyrir hitann í dag.  „Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur,“ segir í ljóði Hannesar Hafsteins.. - JGH

Ekki á hverjum degi sem Ísland lítur svona út á korti Veðurstofunnar.