Hrós dagsins fá Grafarvogsbúarnir Benedikt og Margrét Beta í Bílabúð Benna
22. maí 2025
Hrós dagsins
að þessu sinni fá Grafarvosbúarnir og hjónin Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnarsdóttir í Bílabúð Benna fyrir mikla athafnasemi í fimmtíu ár en athyglisvert aukablað um fyrirtækið fylgir Mogga dagsins. Mikil afmælishátíð verður hjá fyrirtækinu um helgina.
Þau hjón eru frumbýlingar í Grafarvogi og hafa búið í Foldahverfinu í um fjörutíu ár.
Í aukablaðinu er sagan rakin á mjög skemmtilegan máta í máli og myndum í opnu. Til fyrirmyndar.
Þar segir að upphafið megi rekja til þess að árið 1975 hafi Benedikt Eyjólfsson byrjað að gera við mótorhjól í skúr á Vagnhöfða 23 undir heitinu Vagnhjólið. Fyrirtækið hafi fljótlega orðið brautryðjandi í jeppabreytingum og nafnið breyttist í Bílabúð Benna.
Óhætt er að segja að þau hjón Benedikt og Margrét Beta hafi verið samstíga í rekstrinum. Aðeins 17 ára gömul komu þau sér upp umræddum skúr við Vagnhöfðann - sem oft var kallaður „græni skúrinn“ - og auk þess að gera við mótórhjól sinnti Benni einnig viðgerðum á sláttuvélum.
Opnunarmyndin er af Benedikt í Porsche-bíl sem Bílabúð Benna er með umboð fyrir hér á landi. (Myndina tók Jóhannes Reykdal í Bílabloggi.is). - JGH

Margrét Beta Gunnarsdóttir er með mikla bíladelllu eins og nærri má geta.

Sagan rakin á skemmtilega máta í aukablaði Moggans í dag.