Ögrun í Gufunesi
ÖGRUN. Mörgum Grafarvogsbúum finnst sem meirihlutinn í Reykjavík ögri þeim með hinni gallhörðu þéttingarstefnu sem áformuð er í Grafarvogi þrátt fyrir ítrekuð mómæli þeirra. Núna styttist í niðurstöður borgarinnar varðandi nýtt deiliskipulag en borgin er þegar farin að úthluta lóðum á nokkrum reitanna í Grafarvogi - og það í miðju skipulagsferlinu.
Hvað um það, Ögrun blasir við í Gufunesi innan um nokkrar skútur sem þar eru geymdar. Það er skútan Ögrun sem þar situr háreist og tignarleg uppi á landi. Glæsilegt fley í alla staði.
Víst er Ögrun í Grafarvogi þótt allir séu ekki alveg jafnvissir um það hvort okkur Grafarvogsbúum sé viljandi ögrað með þéttingarstefnunni eða ekki. - JGH

Skútan Ögrun situr háreist og tignarleg uppi á landi innan um nokkrar aðrar skútur rétt við gömlu bryggjuna í Gufunesi. Glæsilegt fley í alla staði.